Kjarnafæðismótið: Síðasti leikur D/R

Sunnudaginn 10.febrúar mun Dalvík/Reynir leika sinn síðasta leik í Kjarnafæðismótinu. Dalvík/Reynir spilar þá gegnTindastól og hefst leikurinn klukkan 17:15.

Spilamennska okkar manna hefur verið upp og ofan í þessu móti. Nokkur ný andlit hafa fengið tækifæri til að láta ljóst sitt skína og þá hefur Óskar Bragason, þjálfari D/R, notað þessa leiki í Kjarnafæðismótinu til að ná sínum áherslum inn.

Heilt yfir er staðan á leikmannahópi Dalvíkur/Reynis ágæt, nokkrir lykilmenn hafa verið töluvert fjarverandi en á móti kemur að aðrir leikmenn hafa stigið upp.

Dalvík/Reynir er í 2.sæti riðilsins með 8 stig, þrem stigum á eftir Hugin/Hetti sem eru búnir með sína leiki í riðlinum. Með sigri myndi D/R jafna Huginn/Hött að stigum en markatalan gæti reynst liðsmönnum Hugins/Hattar dýrmæt.

Hér má sjá stöðu riðilsins okkar

Við hvetjum fólk til að kíkja í Bogann á sunnudaginn.

Lengjubikarinn hefst svo 24. febrúar með leik D/R – Völsungs.