Kjarnafæðismótið: Sigur gegn Völsung

Dalvík/Reynir tók á móti Völsung í A-deild Kjarnafæðismótsins í kvöld. Leikið var í Boganum á Akureyri.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri okkar manna en það voru þeir Gunnlaugur Bjarnar Baldursson og Jón Heiðar Magnússon sem skoruðu mörk okkar manna.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Dalvík/Reynir eru því komnir með 7 stig í Kjarnafæðismótinu en næsti leikur liðsins er gegn Leikni F. laugardaginn 11. janúar.

Hér má sjá stöðuna í A-deild Kjarnafæðismótsins