Kjarnafæðismótið: Sigur í fyrsta leik

Kjarnafæðismótið er byrjað að rúlla og léku okkar menn í Dalvík/Reyni sinn fyrsta leik í dag. Leikið var gegn Þór2 í Boganum á Akureyri.

Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna en mörkin gerðu þeir Nökkvi Þeyr Þórisson og Fannar Daði Malmquist Gíslason.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik leiksins.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Næsti leikur liðsins í Kjarnafæðismótinu verður miðvikudaginn 16. janúar.