Kjöri lýst á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar
Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 17:00.
Þar verður okkar maður, Snorri Eldjárn Hauksson, sem tilnefndur er sem knattspyrnumaður ársins.
Dagskrá
- 17:00 Gestir boðnir velkomnir með kaffi og kósýheitum
- 17:10 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga
- 17:15 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs veitir viðurkenningar úr Afreks – og styrktarsjóði Dalvíkurbyggðar
- 17:35 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga
- 17:45 Heiðursviðukenning íþrótta- og æskulýðsráðs afhent
- 17:55 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs lýsir kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018
- 18:30 Athöfn lokið
| Tilnefningar | Íþróttagrein |
| Amanda Guðrún Bjarnadóttir | Golf |
| Andrea Björk Birkisdóttir | Skíði |
| Ingvi Örn Friðriksson | Kraftlyftingar |
| Snorri Eldjárn Hauksson | Knattspyrna |
| Svavar Örn Hreiðarsson | Hestar |
| Viktor Hugi Júlíusson | Frjálsar |
Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins fór fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði.
Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára gátu kosið og var það gert í gegnum Mín Dalvíkurbyggð.
Reglur um kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar er að finna hér
Allir velkomnir