Kjöri lýst á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi fimmtudaginn 17. janúar 2019 kl. 17:00.
Þar verður okkar maður, Snorri Eldjárn Hauksson, sem tilnefndur er sem knattspyrnumaður ársins.

Dagskrá

  • 17:00 Gestir boðnir velkomnir með kaffi og kósýheitum
  • 17:10 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga
  • 17:15 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs veitir viðurkenningar úr Afreks – og styrktarsjóði Dalvíkurbyggðar
  • 17:35 Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga
  • 17:45 Heiðursviðukenning íþrótta- og æskulýðsráðs afhent
  • 17:55 Fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs lýsir kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018
  • 18:30 Athöfn lokið
Tilnefningar Íþróttagrein
Amanda Guðrún Bjarnadóttir  Golf
Andrea Björk Birkisdóttir Skíði
Ingvi Örn Friðriksson Kraftlyftingar
Snorri Eldjárn Hauksson Knattspyrna
Svavar Örn Hreiðarsson Hestar
Viktor Hugi Júlíusson Frjálsar

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins fór fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði.
Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára gátu kosið og var það gert í gegnum Mín Dalvíkurbyggð.

Reglur um kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar er að finna hér

Allir velkomnir

Aðrar fréttir