"Komdu í fótbolta" á Dalvík í dag
Verkefi á vegum KSÍ sem nefnist “Komdu í fótbolta” hefur göngu sína aftur í dag en verkefnið snýst um að aðili frá KSÍ ferðast vítt og breitt um landið, heimækir staði og félög, hittir fullt af fólki í smærri sveitarfélögum landsins og kynnir ýmsar hliðar fótboltans.
Umsjónaraðili verkefnisins er hinn margfrægi Moli, Siguróli Kristjánsson, en hann hefur einmitt verið í ráðgjafahlutverki hjá meistaraflokki Dalvíkurs í vetur.
Verkefnið verður stærra í sniðum í sumar og fleiri staðir heimsóttir en undanfarin tvö ár og stendur verkefnið til 15. október.
Moli mun heimsækja fjölmarga staði á leið sinni um landið, þar sem Panna-völlurinn sívinsæli verður með í för.
Moli verður á Dalvík í dag milli klukkan 15:30 – 17:00 og vonandi sjáum við sem flesta iðkenndur á Dalvíkurvelli í dag í þessu skemmtilega verkefni.