Kristinn Þór Rósbergsson semur við Dalvík/Reyni

Á dögunum skrifaði Kristinn Þór Rósbergsson, sóknarmaðurinn knái, undir samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur.

Krissi kemur til liðs við D/R frá nágrönnum okkar á Grenivík þar sem hann hefur verið lykilleikmaður undanfarin ár.
Krissi hefur lék yfir 100 leiki fyrir Magna Grenivík í 1. og 2. deild og skoraði hann 44 mörk fyrir Grenvíkinga.

Kristinn er 29 ára gamall uppalinn Þórsari, en til gaman má nefna að kærasta hans og barnsmóðir er Dalvíkingur og við fögnum alltaf svona sterkum tengingum við okkar heimbyggð.

Við bjóðum Krissa hjartanlega velkominn!

Aðrar fréttir