KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 19.-21. október 2018. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa og opið er fyrir skráningu.
Um er að ræða frábært námskeið sem áhugasamir ættu að kynna sér.
Menntun þjálfara og aðstandenda í kringum félög á Íslandi hefur mikið verið til umfjöllunar og skiptir þessi menntun gífurlegu máli.

Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar.

Námskeiðið kostar 19.000 kr. Hægt er að greiða með því að leggja inn á reikning og senda tölvupóst á dagur@ksi.is. Reikningsnúmerið er 0101-26-700400 og kennitalan er 7001693679.

Hægt er að skrá sig með því að fara inn á þessa slóð: https://goo.gl/forms/2L7nwneGkXdCXd3s1

Í framhaldinu er stefnt að því að halda KSÍ II á Akureyri.