KSI II þjálfaranámskeið á Akureyri

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 23.-25. nóvember 2018. Námskeiðið fer fram í Hamri, félagsheimili Þórs, og í knattspyrnuhúsinu Boganum.

Þátttökurétt hafa allir sem setið hafa KSÍ I þjálfaranámskeið og eru með 1. stigs þjálfararéttindi.

Opið er fyrir skráningu á námskeiðið og fer skráning fram hér: https://goo.gl/forms/xM2Rn6KIpLXahEOJ3

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér málið en á KSÍ I þjálfaranámsekiðinu, sem fór fram fyrir skömmu, átti knattspyrnudeild Dalvíkur nokkra fulltrúa og vitað er að fleiri fulltrúar okkar munu bætast inn á þessu námskeiði.