Leikið í Kjarnafæðismótinu um helgina

Dalvík/Reynir leikur gegn KA-mönnum í Kjarnafæðismótinu laugardaginn 25. janúar.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Dalvíkurvelli en nú er orðið ljóst að leikurinn mun fara fram í Boganum á Akureyri kl 17:00.

KA menn tróna á toppi A-deildar með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Okkar menn í Dalvík/Reyni sitja í 3. sæti deildarinnar með 8 stig.

Hér má sjá stöðuna í riðlinum

Við hvetjum fólk til þess að rúlla í Bogann og hvetja okkar menn í leiknum.

ÁFRAM D/R!