Leikmaður ársins og efnilegasti leikmaðurinn – Uppgjör sumarsins

Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu er ekki líklegt að hefðbundið lokahóf fari fram á næstunni. Stjórn knattspyrnudeildar vildi hinsvegar halda í hefðir og verðlauna leikmann tímabilsins sem og efnilegasta leikmanninn.
Kosnining fór fram meðal leik- og stjórnarmanna félagsins.

Leikmaður ársins var valinn Borja López Laguna. Borja skoraði 7 mörk í 17 leikjum fyrir Dalvík/Reyni í 2. deildinni og hefur verið mikilvægur í starfi félagsins undanfarin tvö ár.
Stjórn knattspyrndeildar vill þakka Borja fyrir tímabilið en hér að neðan má sjá myndband sem Pálmi Heiðmann Birgisson gerði Bor til heiðurs.

Efnilegasti leikmaðurinn var valinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson, fæddur 2003. Gulli kom sem stormsveipur inn í liðið undir lok tímabilsins og nýtti tækifærin sín vel. Gulli spilaði 7 leiki í 2. deildinni, grjótharður og stóð sig vel.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum unga Dalvíking á næstu árum.

Leikmennirnir báðir fá sendar gjafir og þakklætisvott til sín á næstu dögum.

Pálmi Heiðmann klippti einni saman myndband þar sem öll mörk sumarsins hafa verið klippt saman ásamt öðrum tilþrifum. Við þökkum Pálma kærlega fyrir hans vinnu.
Undanfarin ár hafa leikmenn sem leika sýna fyrstu leiki fyrir liðið fengið litla viðurkenningu frá félaginu en í ár léku þessir leikmenn sinn fyrsta leik fyrir félagið:
Halldór Jóhannesson
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
Elías Franklin Robersson

Rúnar Freyr Þórhallsson
Þorvaldur Daði Jónsson