Leikmenn styrkja Ægi Þór

Leikmenn Dalvíkur/Reynis og KFG hafa tekið höndum saman og ákveðið að borga sig inn á eigin leik sem fer fram á Dalvíkurvelli á laugardaginn n.k.
Þetta gera leikmenn til stuðnings við Ægir Þór Sævarsson, sem er 6 ára gamall fótboltaáhugamaður, en Ægir er með Duchenne sjúkdóminn.

Sjá nánar um Ægi Þór og sjúkdóminn HÉR

Knattspyrnudeild Sindra frá Höfn í Hornafirði er með styrktardag á laugardaginn þar sem allur ágóði mun renna til þessa málefnis. Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og KFG hafa því ákveðið að leggja málefninu lið.
Sjá frétt Fótbolta.net um málið HÉR

Ef stuðningsmenn hafa áhuga á að leggja verkefninu lið þá eru reikningsupplýsingar hér að neðan. Fjárhæðin verður færð á fjölskyldu Ægis fljótlega eftir helgi.
Við hvetjum sem flesta til að vera með.

0177-05-404834
kt. 0502913679
(Reikningseigandi er Snorri Eldjárn)

Aðrar fréttir