Lengjubikar: Frábær sigur og sæti í undanúrslitum

Í dag léku okkar menn síðasta leikinn í riðlakeppni Lengjubikarsins. Spenna var í loftinu því sæti í undanúrslitum var í húfi. Leikið var í Fjarðarbyggðarhöllinni og voru Fjarðabyggð andstæðingar dagsins.
Eitt lið út okkar riðli fær sæti í undanúrslitum og stóð baráttan milli D/R & Völsungs, sem voru jöfn að stigum og álíka markatölu, ásamt Hetti/Huginn sem var 7 stig.

Til að gera langa sögu stutta þá voru okkar menn töluvert öflugari aðilinn í leiknum. Ungt lið Fjarðabyggðar spiluðu góðan varnarleik í fyrrihálfleik en staðan í hálfleik var 0-1 fyrir okkar mönnum.
Í þeim síðari réðu okkar menn lögum og lofum. Mörkin hrúguðust inn á og urður lokatölur 0-7 frábær sigur okkar manna.

Markaskorarar:
0-1  Borja Lopez Laguna   36′
0-2  Rúnar Helgi Björnsson  47′
0-3  Fannar Daði Malmquist Gíslason  64′
0-4  Fannar Daði Malmquist Gíslason  70′
0-5  Borja Lopez Laguna  71′
0-6  Fannar Daði Malmquist Gíslason  73′
0-7  Sveinn Margeir Hauksson  80′

Völsungur vann sinn leik 3-2 og það er því Dalvík/Reynir fer því í úrslitakeppnina. Dregið verður í hádeginu á mánudag.

Lokastaðan í riðlinum

Aðrar fréttir