Lengjubikar: Tap í fyrsta leik

Í gærkvöldi lék D/R gegn Völsungi í Lengjubikarsleiknum þetta árið.
Leikurinn var spilaður í Boganum á Akureyri.

Framan af leik var leikurinn gífurlega jafn. Snemma í fyrrihálfleik fékk D/R tvö bestu færi leiksins sem ekki náðist að nýta. Völsungarnir refsuðu og náðu 1-0 forystu á 17′ mínútu eftir laglega sókn.
Eftir markið var leikurinn áfram jafn og bæði lið ógnuðu til skiptis.

Í þeim síðari datt allt flæði úr leiknum og Völsungarnir náðu að drepa leikinn með reynslu sinni. Þeir komust í 2-0 með marki eftir hornspyrnu.
D/R náði ekki að skapa sér nægilega góð marktækifæri í þeim síðari og því 2-0 sanngjarn sigur Völsungs staðreynd.

Heilt yfir var leikurinn jafn og margt jákvætt hjá okkar mönnum.
Næsti leikur liðsins er gegn Leikni F. laugardaginn 9. mars klukkan 17:00 í Boganum.

Leikskýrsluna úr leiknum má sjá hér