Lengjubikar um helgina

Á morgun, laugardaginn 7. mars, leika okkar menn í Dalvík/Reyni gegn nágrönnum okkar úr Fjallabyggð, KF!

Leikurinn er hluti af B-deild Lengjubikarsins.

Upprunalega átti leikurinn að fara fram á Dalvíkurvelli en nú hefur hann verið færður inn í Bogann.
Leikurinn hefst klukkan 19:45!

Við hvetjum fólk til þess að mæta í Bogann á laugardagskvöldið!

ÁFRAM D/R!