Lengjubikarinn: Selfoss tók gullið
Í gær lék Dalvík/Reynir úrslitaleik í Lengjubikar karla við Selfoss. Leikið var uppá Skaga í Akraneshöllinni.
Lið Dalvíkur/Reynis náði sér ekki á strik í þessum leik og voru Selfoss sterkari aðilinn.
Í hálfleik var staðan 2-0 eftir tvö mörk frá Hovre Tokic, annað úr ódýrri vítaspyrnu og hitt eftir horn.
Seinnihálfleikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar þriðja markið kom og hálfleiksræðan hjá Óskari þjálfara fór þ.a.l. út um þúfur.
Kelvin Sarkorh fékk svo beint rautt spjald eftir klukkutíma leik og Selfoss bætti við fjórða markinu á 90. mínútu.
4-0 tap því staðreynd, verðskuldaður Selfoss sigur.
Maður leiksins: Stuðningsmannafélagið Brúinn. Geggjaðir!
Næsta verkefni okkar manna verður ærið en það er heimsókn í iðagrænt Frostaskjólið.
KR – Dalvík/Reynir
Miðvikudaginn 1.maí kl 15:00
Frostaskjólið / KR völlur.