Lengjubikarinn: Sigur gegn Huginn/Hetti

Í dag léku okkar menn í Dalvík/Reyni gegn spræku liði Hugins/Hattar. Fyrir leik hafði Huginn/Höttur ekki tapað leik í riðlinum og sátu á toppnum.

Leikurinn byrjaði vel hjá okkar mönnum en strax á 6 mínútu leiksins skoraði Borja Lopez Laguna sitt fyrsta mark fyrir félagið. Markið kom eftir hornspyrnu.
Fannar Daði Malmquist Gíslason tvöfaldaði forystu okkar á 15 mínutu með frábæru skoti fyrir utan teig.

Í seinni hálfleik hægðist full mikið á leiknum en fátt markvert átti sér stað.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokastaðan því 2-0 sigur.

Heilt yfir voru okkar menn sterkari aðilinn og áttu sigurinn skilinn.

Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fjarðabyggð, laugardaginn 30. mars í Fjarðabyggðarhöllinni.

Dalvík/Reynir er í góðum séns að vinna sinn riðil. Huginn/Höttur hafa lokið leik með 7.stig en þar á eftir koma D/R og Völsungur með 6 stig og jafna markatölu.
Eins og áður sagði spilar Dalvík/Reynir útileik gegn Fjarðabyggð en á sama tíma tekur Völsungur á móti Leikni Fásk.

Hér má sjá stöðutöfluna í riðlinum

Aðrar fréttir