Lengjubikarnum lokið

Þá er Lengjubikarnum lokið þetta árið en okkar menn í D/R unnu í dag 2-1 sigur gegn Tindastól.
Mörkin gerðu hinir eitruðu Snorri Eldjárn Hauksson og Jóhann Örn Sigurjónsson.

Liðið hefur sýnt mikinn karakter eftir erfiðan vetur og skelfilega byrjun á Lengjubikarnum og endar í 2. sæti í riðlinum, með jafn mörg stig og Afturelding sem vinnur riðilinn á markahlutfalli.

Það verður því spennandi að fylgjast með okkar strákum á lokasprettinum í undirbúningi fyrir Íslandsmótið.
Við getum ekki beðið eftir sumrinu!