Ljósamöstur á Dalvíkurvelli

Við getum glatt knattspyrnuáhugafólk með þeim fréttum að vinna við reisingu á ljósamöstrum við Dalvíkurvöll er komin í gang.
Ljósamöstrin sjálf eru komin á svæðið sem og kastararnir.

Hönnun er að fullu lokið, steypuvinna við undirstöður er hafin og hafa galvaskir sjálfboðaliðar verið að vinna á vellinum undanfarna daga í járnavinnu og almennum undirbúningi.

Ljóst er að knattspyrnudeildin mun óska eftir sjálfboðaliðum á næstu dögum og misserum því verkefnin eru næg.

Við hvetjum fólk til að fylgjast með á Facebook síðu Dal´víkur/Reynis eða vera í sambandi við stjórnarmenn Knattspyrnudeildar, Kristinn Þór eða Björn Friðþjófs ef fólk getur rétt fram hjálparhönd.
Öll hjálp vel þegin í þetta mikilvæga samfélagslega verkefni.

Aðrar fréttir