Ljósavinnu að ljúka á Dalvíkurvelli

Vinnu við uppsetningu flóðljósa á Dalvíkurvelli fer nú senn að ljúka og styttist í að ljósin verði tekin í notun.
Öll möstrin eru komin upp og á sinn stað og tengivinna hjá rafvirkjum stendur nú yfir.

Það má þó búast við að einhver vinna við fínstillingar, ljósastýringu og annað slíkt muni standa yfir næstu misseri.

Myndir frá ljósavinnu eru komnar inn í albúm og má nálgast þær hér.

Nánari upplýsingar um vígslu á ljósum verða gefnar út síðar

Aðrar fréttir