Lokahóf 2022

Lokahóf Knattspyrnudeildar var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi. Lokahófið fór fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, fjölmennt var á kvöldinu og vel heppnað.

Veislustjóri kvöldsins var Dalvíkingurinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Matti Matt.
Kvöldið var hið glæislegasta, góður matur, mikið líf og mikið fjör.
Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka þeim sem unnu við kvöldið og þakka gestum fyrir frábæra skemmtun.

Á lokahófinu voru sendar sérstakar þakkir á gullmolana þær Eyrúnu Rafnsdóttir og Valdísi Guðbrandsdóttir fyrir þeirra ótrúlega starf í þágu félagsins.
Leikmenn færðu þeim gjafabréf í Skógarböðin og félagið færði þeim gjafabréf með Nice air að þakklætisvotti.
Þær Eyrún og Valdís sáu um og elduðu mat eftir hvern einasta heimaleik sumarsins, bæði fyrir heimalið sem og gestalið, ásamt starfsfólki. Virkilega vel gert og umgjörð heimaleikja á Dalvíkurvelli í sumar var framúrskarandi.

Leikmenn sem léku sinn fyrsta leik fyrir félagið fengu að venju viðurkenningu. Þetta voru þeir:
Aron Máni Sverrisson, Bergsveinn Ari Baldvinsson, Bjarki Freyr Árnason, Bjarmi Fannar Óskarsson, Malakai McKenzie, Matthew Woo Ling, Sergey Shapoval, Vilhem Ottó Biering Ottósson.

Kristján Freyr Óðinsson var verðlaunaður fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki fyrir félagið og því kominn í hóp góðra manna í 100+ leikja klúbbnum.

Markahæsti leikmaður sumarsins með 14 mörk í deild var Borja López Laguna.

Stuðningsmannafélagið Brúinn kaus Kristján Frey Óðinsson sem þeirra mann tímabilsins 2022.

Leikmaður leikmannana: Þröstur Mikael Jónasson
Leikmaður ársins: Borja López Laguna
Besti ungi leikmaðurinn: Malakai McKenzie

Við þökkum kærlega fyrir sumarið og hlökkum mikið til næsta tímabils

Aðrar fréttir