Lokahóf knattspyrnudeildar
Á laugardaginn s.l. fór fram lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Kvöldið var flott í alla staði og vandað var til verks enda ekki á hverju ári sem félagið vinnur deildarmeistaratitil.
Lokahófið var haldið í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og var Sigurvin “Fíllinn” Jónsson að sjálfsögðu veislustjóri kvöldsins. Matur og þjónusta var í umsjón Norðurs, nýja veitingastaðnum á Dalvík.
Um 70 manns var saman komið á lokahófinu og var kvöldið frábært í alla staði.
Hápunktur kvöldsins var svo verðlaunaafhending fyrir sumarið:
Leikmaður ársins: Kelvin Sarkorh
Efnilegasti leikmaðurinn: Sveinn Margeir Hauksson
Markahæstur: Nökkvi Þeyr Þórisson
Leikmaður Brúans: Kristinn Þór Björnsson
Þjálfara, starfsmanni og stjórn knattspyrnudeildar voru færðir þakklætisvottur frá félaginu fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins ásamt því að Stefán Garðar Níelsson var sæmdur gullmerki UMSE.
Einar Örn Arason, liðstjóri Dalvíkur/Reynis, fékk einnig þakklætisvott frá félaginu fyrir gott starf og frábæran stuðning í sumar.