Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf Knattspyrnudeildar Dalvíkur fór fram s.l. laugardagskvöld á veitingarstaðnum Norður á Dalvík.
Vel var veitt í mat og drykk og var kvöldið hið skemmtilegasta.

Einar Hafliða frá Urðum í Svarfaðardal var veislustjóri kvöldsins og Eyþór Ingi kom og hleypti lífi í kvöldið.

Sem fyrr voru viðurkenningar veittar fyrir sumarið. Eins var notað tækifærið og viðurkenningar fyrir 2020 tímabilið einnig veittar þar sem ekkert lokahóf var haldið í fyrra:
Leikmaður ársins, kosið af leikmönnum: Steinar Logi Þórðarson
Efnilegastur, kosið af stjórn&þjálfurum: Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
Leikmaður Brúans: Þröstur Mikael Jónasson

100+ leikir: Viktor Daði Sævaldsson, Jóhann Örn Sigurjónsson & Þröstur Mikael Jónasson
150+ leikir: Steinar Logi Þórðarson

Fyrstu leikir 2021: Aaron Ekumah, Gunnar Örvar, Ísak Maronsson, Elvar Freyr, Anton
Fyrstu leikir 2020: Gunnar Darri, Elías, Gulli Rafn, Halldór, Sveinn Helgi.

Knattspyrnudeild Dalvíkur sendir öllum leikmönnum, stjórnarmönnum, stuðningsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum bestu þakkir fyrir tímabilið.

Jóhann Már Kristinsson, JKProduction, tók myndir af kvöldinu og sendi okkur.
Myndirnar eru einnig komnar inn hér á heimasíðuna

Aðrar fréttir