Lokahóf Knattspyrnudeildar – Kelvin bestur!
Lokahóf knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis fór fram á dögunum þar sem leikmenn, makar, stjórnarmenn, stuðningsmenn og aðrir velunnarar slúttuðu nýliðnu tímabili.
Lokahófið var haldið í Bjórböðunum á Árskógssandi.
Venju samkvæmt var kosinn leikmaður ársins, besti ungi leikmaðurinn og svo leikmaður ársins af stuðningsmannafélaginu Brúanum!
Leikmaður ársins 2019: Kelvin Sarkorh
Besti ungi leikmaðurinn 2019: Sveinn Margeir Hauksson
Brúa-leikmaður ársins: Jón Björgvin Kristjánsson
Þetta er í annað árið í röð sem Kelvin Sarkorh er valinn leikmaður ársins og er það fyllilega skilið.