Markalaust jafntefli í nágrannaslag – Myndir
Í gærkvöldi tók D/R á móti nágrönnum okkar í Fjallabyggð. Leikið var á iðagrænum Dalvíkurvelli en veðurguðirnir settu sinn svip á leikinn. Þrátt fyrir leiðindar veður var frábær mæting á Dalvíkurvöll.
Í fyrrihálfleik léku heimamenn með vindinn í andlitið og gekk brösulega að halda boltanum innan liðsins. Fátt markvert átti sér stað í fyrrihálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik.
Í síðarihálfleik vrou heimamenn í D/R sterkari aðilinn. Snemma var brotið á Fannar Daði Malmquist innan vítateigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Sú vítaspyrna fór hinsvegar forgörðum og staðan því ennþá markalaus, 0-0.
Heilt yfir ógnuðu heimamenn meira marki andstæðinganna og átti Fannar Daði meðal annars skot í þverslá gestanna.
Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 0-0 jafntefli.
Ljóst er að þetta var ekki besti leikur okkar manna í sumar en aftur á móti margt jákvætt við leik liðsins.
Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Augnablik, föstudaginn 13.júlí á Dalvíkurvelli.
Yfir 100 leikir fyrir D/R
Fyrir leik liðsins voru þeir Snorri Eldjárn Hauksson, Kristinn Þór Björnsson og Steinar Logi Þórðarsson heiðraðir fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki fyrir félagið okkar.
Hér má sjá leikskýrslu leiksins