Matthew Woo Ling semur við D/R

Miðjumaðurinn knái Matthew Woo Ling hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun leika með liðinu í sumar.

Matthew er 25 ára og kemur frá Trinidad and Tobago. Hann á nokkra landsleiki að baki fyrir þjóð sína og var m.a. í landsliðsverkefnum í janúar á þessu ári.
Hann kemur til liðs við D/R frá Miami FC í Bandaríkjunum.

Matthew hefur verið hér á landi í þónokkurn tíma og æft með liðinu. Hann er nú kominn með leikheimild með D/R og verður því klár á morgun þegar Dalvík/Reynir spilar fyrsta leik í Íslandsmótinu gegn KH klukkan 13:00 á Dalvíkurvelli.

Frekari fréttir af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum.

Við bjóðum Matthew velkominn til D/R og hlökkum mikið til að sjá hann á vellinum í sumar.

Aðrar fréttir