Meistaraflokkur D/R af stað
Þriðjudaginn 6. nóvember mun meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis mæta aftur til æfinga og þá undir handleiðslu Óskars Bragasonar, þjálfara D/R.
Leikmenn mæta þá aftur til starfa með hlaðin batterí eftir gott frí.
Óskar mun halda fund með leikmönnum fyrir æfinguna og kynna sínar áherslur. Verið er að leggja lokahönd á teymið sem mun starfa með Óskari að undirbúningi liðsins í vetur.
Dalvík/Reynir mun svo taka þátt í Kjarnafæðis-mótinu en mótið hefst strax í byrjun janúar.
Leikmannamál eru einnig í vinnslu hjá félaginu og líta vel út. Heimasíðan mun færa ykkur jákvæðar fréttir á allra næstu dögum.