Miðasala á bikarleikinn gegn KF – Upplýsingar

Laugardaginn 1. maí fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og KF í 2. umferð Mjólkurbikarsins.
Leikurinn byrjar klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli.

Vegna sóttvarnarlaga eru aðeins 200 miðar í sölu á völlinn og forsala miða er hafin á Stubb-appinu.
Við hvetjum fólk til að kynna sér það og kaupa miða þar í gegn.

Upplýsingar til áhorfenda:

 • Tvö hólf verða á vellinum. Hólf A (fyrir heimalið) er stúkan.
  Hólf B (gestalið) er grasbakki sunnan við stúkuna.
 • Sér inngangur verður fyrir bæði hólf og númeruð sæti.
 • Um 150 miðar verða í forsölu til að byrja með. Einhverjir miðar verða svo til sölu í sjoppu á leikdegi.
 • Börn 6-16 ára þurfa greiða 1000 kr. inn á völlinn
  Fullorðnir greiða 1500 kr.
  (Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu).
 • Engar snyrtingar verða við völlinn fyrir áhorfendur.
 • Með miðakaupum á Stubb fer fram rafræn skráning á leikinn. Fólk þarf svo að gefa upp í hvaða sætum þau sitja og starfsmenn vallarins skrá þær upplýsingar niður.
 • Hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega.
  Hvetjum þá sem ætla að kaupa miða á vellinum að mæta með forskráðar upplýsingar á blaði með nafni, kennitölu og gsm númeri og afhenda starfsfólki miðasölunnar. Það flýtir fyrir afgreiðslu.
 • Grímuskylda er á vellinum – minnum fólk á að halda fjarlægð, varast hópamyndanir og persónubundnar sóttvarnir.

Leikurinn verður ekki sýndur á netinu.

Aðrar fréttir