Mikið um að vera á okkar glæsilega Dalvíkurvelli.

Það er ljóst að okkar glæsilegi völlur eftirsóttur af liðum utan Dalvíkurbyggðar þessa dagana og mikið um að vera. Kormákur/Hvöt spilaði til að mynda heimaleik sinn á Dalvíkurvelli s.l. helgi. Í kvöld kl.19:15 fer svo fram heimaleikur hjá nágrönnum okkar í KF á Dalvíkurvelli vegna vallaraðstæðna í Fjallabyggð, á morgun kl.12:00 er svo leikur í Mjólkurbikar kvenna þegar Bestudeildarliðin Tindastóll og Þór/Ka eigast við á Dalvíkurvelli en heimavöllur Tindastóls skemmdist í vetur og því spila þær sinn heimaleik hér á Dalvíkurvelli.
Dalvík/Reynir spilar svo gegn Fjölni kl.16:30 á morgun laugardag í Lengjudeildinni. Á mánudaginn kl. 16:00 er svo fyrsti heimaleikur Dalvíkur/Reynis í annarri deild kvenna gegn Haukum. Ásamt öllum þessum leikjum eru yngri flokkarnir okkar sem eru í samstarfi við KF einnig með töluvert af leikjum og því ættu knattspyrnuáhugamenn að hafa úr nægu að moða vilji þeir skella sér á völlinn.

Leikir á Dalvíkurvelli eru sýndir beint bæði gegnum netið og í sjónvarpinu og athyglin því mikill á okkar glæsilega svæði og gefur þeim sem eiga ekki heimagengt á völlinn tækifæri til þess að fylgjast með.
Eins og sjá má er Dalvíkurvöllur gríðarlega eftirsóttur enda völlur í hæsta klassa ásamt því að umgjörðin er til fyrirmyndar og erum við gríðarlega stolt af þvi,

áfram Dalvik/Reynir.

 

 

Aðrar fréttir