Mjólkurbikarinn: Frostaskjólið bíður!

Miðvikudaginn 1. maí munu okkar menn í Dalvík/Reyni heimsækja KR-inga, stórveldið út Íslenskri knattspyrnu, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Leikið verður á Alvogen-vellinum í Frostaskjólinu (heimavelli KR-inga).

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og má búast við fjölmenni í Brúa-stúkunni.

Ljóst er að verkefnið er ærið en okkar menn koma fullir sjálfstraust inn í leikinn. Staðan á leikmannahópnum er ágæt og liðið hefur æft við fínar aðstæður á Ströndinni undanfarið.

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar!

Áfram Dalvík/Reynir
Samvinna – Samheldni – Vinnusemi – Virðing

Aðrar fréttir