Mjólkurbikarinn: Fyrsti leikur gegn KF

Á morgun, laugardaginn 6. júní, fer fram leikur Dalvíkur/Reynis og KF í fyrstu umferð mjólkurbikarsins.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Dalvíkurvelli og verður frítt á völlinn.

Segja má að um fyrsta alvöru leik sumarsins sé að ræða en sigurvegar úr þessum leik leika svo gegn Magna Grenivík næsta laugardag.

Íslandsmótið sjálft hefst svo 20. júní þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn á Dalvíkurvöll.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn á morgun,

ÁFRAM DALVÍK/REYNIR!