Mjólkurbikarinn: Öruggur sigur okkar mann

Í laugardaginn mætti Dalvík/Reynir til leiks í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins. Andstæðingarnir voru Samherjar úr Eyjafjarðarsveit.

Til að gera langa sögu stutta voru okkar menn töluvert sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. Leikurinn endaði með 6-0 sigri okkar manna en mörkin okkar gerðu:
1-0   Viktor Daði Sævaldsson
2-0   Borja López
3-0   Gunnlaugur Bjarnar Baldursson
4-0   Borja López
5-0   Atli Fannar Írisarson
6-0   Pálmi Heiðmann Birgisson

Hér má sjá leikskýrlu leiksins

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 20. apríl. En þá leikum við gegn Þór Akureyri í 2.umferð Mjólkurbikarsins.

Hér má sjá myndaveislu úr leiknum frá Fótbolta.net