Myndaveisla úr sigurleik gærdagsins

Í gær tóku okkar menn í Dalvík/Reyni á móti Völsung í 2.deild karla. Leikið var á Dalvíkurvelli og var flott stemning á vellinum.
Leikurinn endaði með 3-1 sigri okkar manna.

Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö af mörkum okkar en fyrra markið var einkar fallegt. Sveinn vann boltann á miðjum vallarhelmingi Völsunga, rauk upp að vítateig þar sem hann þrumaði boltanum í slána og inn!
Borja López Laguna skoraði svo þriðja mark okkar.

Hér má sjá leikskýrslu leiksins

Sævar Geir Sigurjónsson © var með myndavélina á lofti en hér að neðan má sjá myndaveislu úr leiknum.

Stutt er á milli leikja en næsti leikur liðsins er á sunnudaginn, en það er aftur heimaleikur gegn Kára-mönnum!