Myndband frá síðasta leik

Dalvík/Reynir lék gegn Njarðvík um nýliðna helgi og var spilað á Rafholtsvellinum í Njarðvík.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark okkar skoraði Áki Sölvason.

Dalvík/Reynir hefur birt myndbönd úr öllum leikjum liðsins þetta sumarið en nálgast má myndböndin á Youtube rás félagsins (Dalvíksport TV).

Sem fyrr er það Pálmi Heiðmann Birgisson sem klippir videoin saman fyrir okkur en leikir eru teknir upp með VEO tækninni þar sem haust-rigningin hefur vissulega áhrif á myndgæðin.

Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á laugardaginn n.k. á Dalvíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Aðrar fréttir