Myndbönd úr leikjum sumarsins

Á efnisveitunni Youtube má finna rás sem heitir Dalvíksport TV. Þar hafa myndböndum úr leikjum sumarsins verið hlaðið upp og geta stuðningsmenn liðsins því séð mörk og helstu atvik úr leikjum.

Við hvetjum stuðningsfólk okkar til að fylgja Youtube-rásinni (subscribe).

Dalvík/Reynir tekur upp flesta af leikjum sínum með VEO-upptökuvél sem keypt var fyrir sumarið og mun nýtast félaginu í heild sinni á næstunni.
Barna- og unglingaráð hef einnig tekið upp nokkra leiki hjá yngriflokkum Dalvíkur og birt myndbönd á Facebooksíðu yngriflokka.

Pálmi Heiðmann Birgisson á heiðurinn af klippingu og samsetningu myndbandanna.
Hér að neðan má t.d. sjá myndbönd úr leikjum D/R og Völsungus og D/R og Hauka.

Einnig má benda á að ljósmyndir úr leikjum liðsins má finna hér inn á heimasíðunni.