Næsti leikur: Einherji á útivelli
Á morgun, þriðjudaginn 19. júní, munu okkar menn í D/R heimsækja Einherja á Vopnafjörð. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Vopnafjarðarvelli.
10 dagar eru liðnir frá síðasta leik D/R en það var góður 2-0 heimasigur gegn KFG. Leikmenn og þjálfarateymið hafa nýtt pásuna vel í að fínpússa hlutina og menn eru staðráðnir í að ná í sigur á Vopnafjörð.
Lið Einherja hefur verið gott 3. deildar lið núna í nokkur ár í röð og mikil stemning hjá félaginu. Hópurinn hjá Einherja helst lítið breyttur á milli ára og er það klárlega styrkleiki liðsins.
Í þeirra herbúðum má finna öfluga erlenda leikmenn sem hafa spilað með liðinu í nokkur ár. Todor Hristov er einn af betri leikmönnum deildarinnar en hann hefur verið einn af markahæstu mönnum 3.deildar frá árinu 2015. Ásamt Todor er samlandi hans Dilyan Kolev, sterkur miðjumaður og góður spilari, en hann skoraði einmitt á Dalvíkurvelli síðasta sumar.
Einnig ber að nefna Núma Kárason, en hnan kom til liðs við Einherja frá Þór fyrir tímabilið. Númi er búinn að gera 4 mörk í 5 leikjum fyrir Einherja-menn og verið gífurlega öflugur.
Við hvetjum stuðningsmenn D/R til að taka þriðjudagsrúntinn á Vopnafjörð og hvetja okkar menn til sigurs.
ÁFRAM D/R!