Næsti leikur gegn Einherja

Næsti leikur okkar manna í Dalvík/Reyni mun fara fram á laugardaginn 14.mars gegn Einherja frá Vopnafirði.
Um er að ræða frestaðan leik sem átti að fara fram í lok febrúar á Dalvíkurvelli.

Leikurinn verður spilaður í Boganum á Akureyri og hefst hann klukkan 17:15.

Við hvetjum fólk til þess að mæta á völlinn og hvetja okkar menn áfram.

Hér má sjá stöðutöfluna í okkar riðli í Lengjubikarnum.

Áfram D/R!