Næsti leikur: KV – D/R

Á morgun, föstudaginn 1. júní, mun Dalvík/Reynir leika útileik gegn KV. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og leikið er á KR-vellinum (á gervigrasi).

KV-liðið hefur spilað vel það sem af er sumri og eru með öflugt lið. Þeir eru með 7 stig eftir 3 leiki sem þýðir að þeir eru ósigraðir. Markatalan hjá þeim er einnig góð, 5 skoruð mörk og aðeins 1 mark fengið á sig.
Rétt fyrir gluggalok fengu þeir sterka leikmenn til liðs við sig og ljóst er að um hörku lið er að ræða.

Okkar menn í D/R eru klárir í slaginn eftir góðan 3-0 heimasigur gegn Ægi í síðustu viku. Einhver meiðsli eru að hrjá liðið en menn eru staðráðnir í því að halda áfram á sigurbraut.

Við hvetjum stuðningsmenn liðsins á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn og styðja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM D/R!