Nikola Kristinn í Dalvík/Reyni

Miðjumaðurinn knái Nikola Kristinn Stojanovic hefur samið við Dalvík/Reyni og mun hann leika með liðinu í Lengjudeildinni komandi sumar.

Nikola er teknískur miðjumaður með mikla reynslu í meistaraflokk. Hann er fæddur árið 2000 og kemur frá Þór þar sem hann hefur spilað undanfarin ár, en hann hefur einnig leikið með Fjarðabyggð og kf.

Það er gríðarleg ánægja hjá félaginu að hafa landað Nikola og hlökkum við mikið til samstarfsins

 

Aðrar fréttir