Númi Kárason í Dalvík/Reyni
Þær frábæru fréttir voru að berast að sóknarmaðurinn Númi Kárason hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis og mun hann því leika með liðinu í 2.deild á komandi tímabili.
Númi, sem er fæddur árið 1996, er uppalinn Þórsari en lék síðasta sumar með Einherja á Vopnafirði þar sem hann spilaði mjög vel. Hann lék 21 leik fyrir Einherja í deild og bikar og skoraði í þeim 14 mörk!
Númi, sem er sóknar- eða vængmaður, býr yfir gífurlega miklum hraða og líkamlegum styrk og er drengur góður. Hann mun því passa vel inn í hóp Dalvíkur/Reynis
Númi var valinn í lið ársins í 3. deildinni síðastliðið sumar ásamt nokkrum leikmönnum Dalvíkur/Reynis.
“Við hjá Dalvík/Reyni erum gífurlega ángæðir með að hafa náð í Núma Kárason. Númi sýndi okkur síðasta sumar hversu öflugur hann er og vakti hann athygli okkar. Það stafar sífelld ógn af svona hröðum leikmönnum og við trúum því að hann muni falla vel inn í okkar leikskipulag. Hann er flottur strákur, innan sem utan vallar, og við hlökkum því til að sjá Núma í bláu treyjunni næsta sumar.” sagði Stefán Garðar Níelsson formaður D/R.
Velkominn Númi!