Ný dagsetning á aðalfundi knattspyrnudeildar

Ákveðið hefur verið að halda aðalfundur knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis þriðjudaginn  26.mars klukkan 17:15.
Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðunni (neðri hæð sundlaugar).

Dagskrá fundar:
1. Fundastjóri setur fundinn
2. Skýrsla stjórnar/framkvæmdastjóra lesin
3. Gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikingi félagsins
4. Kosið í stjórn Knattspyrnudeildar
5. Önnur mál

Undir liðnum önnur mál verður m.a. hlaupið yfir vallarframkvæmdir og næstu verkefni félagsins. 

Um þessar mundir stendur yfir leit af fólki til þess að starfa fyrir félagið. Leitað er af fólki til þess að koma í stjórn félagsins, koma að sérstöku heimaleikjaráði sem sett verður á laggirnar í sumar eða þá fólki sem til er að leggja félaginu lið í sérverkefnum.
Við hvetjum velunnara félagsins til að gefa færi á sér.

Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við fólk til þess að mæta.

Aðrar fréttir