Óskar Bragason áfram þjálfari D/R

– Leit hafin af nýjum aðstoðarmanni

Stjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur hefur staðfest að Óskar Bragason mun áfram þjálfa meistaraflokk Dalvíkur/Reynis á næsta tímabili.
Óskar var á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari D/R en hann tók við liðinu fyrir nýafstaðið tímabil og gerði hann þá tveggja ára samning.

Óskar hefur nú flust búferlum til Dalvíkur ásamt fjölskyldu sinni.

Knattspyrnudeildin staðfestir á sama tíma að leit er hafin að nýjum aðstoðarmanni inn í þjálfarateymið með Óskari þar sem Kristinn Þór Björnsson, sem var aðstoðarmaður Óskars í sumar, hefur óskað eftir að stíga til hliðar.

„Heilt yfir geta menn borið höfuðið hátt eftir sumarið og er ánægja með störf þjálfarateymisins. Liðið og félagið hefur gengið í gegnum margt á undanförnum misserum og verkefnin voru mörg hver ekki auðveld. Við teljum okkur vera með góðan grunn og framúrskarandi aðstöðu til þess að geta byggt upp fyrir komandi tíma og er undirbúningur næsta tímabils nú þegar hafinn“ sagði Stefán Garðar Níelsson formaður knattspyrnudeildar.