Óskum eftir sjálfboðaliðum – vallarframkvæmdir

Knattspyrnudeild Dalvíkur óskar eftir sjálfboðaliðum í vikunni við að leggja niður snjóbræðslulagnir á Dalvíkurvöll.

Aðstoða þarf pípara og aðra verkamenn sem eru á svæðinu við það að draga út hitaveitulagnir og koma fyrir á rétta staði, smella saman festingum og öðrum tilfallandi verkefnum.

Dagskráin er þessi:
Mið 26. júní 16:00 – 19:00 ca
Fim 27. júní 16:00 – 19:00 ca
Fös 28. júní 16:00 – 18:00 ca

Píparar eru að störfum allan daginn á Dalvíkurvelli um þessar mundir og ef fólk vill aðstoða á öðrum tíma heldur en auglýst er hér að ofan er öll aðstoð vel þegin.
Ef fólk getur ekki lofað sér nema part úr degi – þá er eins og fyrr segir öll aðstoð vel þegin!

Aðrar fréttir