Pálmi Heiðmann framlengir samning sinn

Þau gleðitíðindi bárust á dögunum að Pálmi Heiðmann Birgisson hefur framlengt samning sinn við félagið en samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Pálmi Heiðmann, sem fæddur er 1996, hefur verið leikmaður D/R síðan 2016 og spilað stórt hlutverk hjá liðinu.
Hann á að baki um 40 leiki fyrir D/R og skorað í þeim 10 mörk.
Pálmi er hæfileikaríkur miðjumaður með mikla hlaupagetu og góðan vinstri fót.

Pálmi fór í gegnum yngriflokkana hjá KA en hann býr og er frá Gullbrekku í Eyjarfjarðarsveit. Hann leggur því mikið á sig fyrir félagið og fótboltann, enda fagmaður fram í fingurgóma og drengur góður.

Áfram D/R