Páskahappdrættið komið í sölu

Hið árlega Páskahappdrætti knattspyrnudeildar Dalvíkur er nú komið í sölu.
Hægt er að nálgast miða hjá öllum leikmönnum D/R, hjá stjórnarmönnum, í gegnum facebook og á tölvupóstinu dalviksport@dalviksport.is

Vinningarnir eru ekki að verri endanum þetta árið en heildarverðmæti vinninga er í kringum 856.000 kr.
Hér má sjá vinningaskránna – hægt er að smella á myndina til að stækka upp.

Miðaverð er 1.500 kr. en hægt er að kaupa pakkatilboð sem hér segir:
3 miðar – 3.500 kr.
5 miðar – 5.500 kr.
10 miðar – 10.000 kr.

Á tímum sem þessu er fjáraflanir okkur gífurlega mikilvægar og við vonumst til þess að fólk standi áfram þétt við bakið á okkur.

Dregið verður þann 17. apríl.
Vinninga verður hægt að nálgast á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík sem og hjá leikmönnum Dalvíkur/Reynis.

Áfram Dalvík/Reynir
Hugrekki – Samheldni – Vinnusemi – Virðing