Pepsi Max deildin á Dalvíkurvelli

Á morgun, miðvikudaginn 12. maí, fer fram leikur í Pepsi Max deild karla á Dalvíkurvelli þegar KA og Leiknir Reykjavík mætast.
Um er að ræða heimaleik KA manna sem færður var á Dalvíkurvöll þar sem aðstæður á Akureyri eru ekki viðunandi til knattspyrnuiðkunnar.

KA og Leiknir Reykjavík hafa bæði byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. KA-menn unnu frábæran sigur á KR-ingum í síðustu umferð og Leiknismenn gerðu jafntefli við Breiðablik.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Dalvíkurvelli og mun miðasala fara fram í gegnum Stubb-appið hjá KA mönnum.
Við hvetjum fólk á Dalvík til þess að fylgjast með þessari fótboltaveislu og vonandi er þetta ekki síðasti leikurinn sem spilaður verður í efstu deild á glæsilegum Dalvíkurvelli.

Aðrar fréttir