Rekstur Knattspyrnudeildar í góðu jafnvægi

Á dögunum fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Þar fór fram hefðbundin dagskrá og ársreikningar 2020 kynntir.

Rekstur félagsins er í góðu jafnvægi, tekjur og kostnaður helst í hendur og félagið skuldlaust.
Ekki er mikil breyting á milli ára og eru þetta góðar fréttir eftir erfitt og krefjandi rekstrarár. Þetta eru sérstaklega góðar fréttir þar sem stærsta fjáröflun félagsins, Fiskidagurin, datt uppfyrir.

Ný stjórn var kjörin fyrir árið 2021 og er hún eftirfarandi:
Formaður:
Stefán Garðar Níelsson
Varaformaður:
Haukur Snorrason
Meðstjórnendur:
Jón Már Jónsson
Ingvar Örn Sigurbjörnsson
Magni Þór Óskarsson

Varamenn:
Heiðar Andri Gunnarsson, Friðjón Árni Sigurvinsson, Felix Felixson.

Sindri Þórisson fer út úr stjórn Knattspyrnudeildar og er honum þakkað fyrir sín störf til félagsins.

Aðrar fréttir