Rekstur knattspyrnudeildar í góðu jafnvægi

– Breytingar á stjórn Knattspyrnudeildar

Á dögunum fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFS Dalvíkur vegna rekstrarárs 2021.
Ágætlega var mætt á fundinn og sköpuðust líflegar umræður um Knattspyrnuna í Dalvíkurbyggð.

Rekstur Knattspyrnudeildar er í góðu jafnvægi og hefur lítið breyst á milli ára.
Ljóst var að Covid faraldurinn myndi hafa áhrif á reksturinn ásamt því að enginn Fiskidagur hefur verið haldinn undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir þessi skakkaföll tókst reksturinn félagsins vel til og er hann í góðu jafnvægi.

Tekjur og útgjöld á milli ára haldast í hendur og félagið skuldar ekkert.

Breytingar hafa orðið á stjórn Knattspyrnudeildar.
Haukur Snorrason, sem hefur verið varaformaður Knattspyrnudeildar undanfarin ár, lætur af störfum.
Haukur hefur unnið gríðarlega óeigingjarnt starf í garð knattspyrnunnar í Dalvíkurbyggð undanfarin ár og honum verður seint full þakkað fyrir sín störf.
Haukur tók til starfa í kringum árið 2010 og hefur setið alla tíð síðan í stjórn og verið virkur félagsmeðlimur.

Stjórn Knattspyrnudeildar vill nota tækifærið og þakka Hauki kærlega fyrir störf hans til félagsins og vonumst við svo sannarlega til að eiga Hauk í horni áfram – sérstaklega þegar vel gengur hjá Tottenham!

Stefán Garðar, formaður félagsins, notaði tækifærið og þakkaði öllum þeim sjálboðaliðum sem hafa unnið frábært starf í þágu félagsins undanfarið. Mikil vinna hefur verið lögð í starfið hjá okkur, vinna sem ekki alltaf sést út á við.
Öllum er ljóst um þörfina á að ráða inn starfsfólk hjá deildinni og verður það áhersluatriði næstu vikna.

Ný stjórn félagsins – fyrir rekstrarár 2022
Formaður: Stefán Garðar Níelsson
Varaformaður: Ingvar Örn Sigurbjörnsson
Ritari: Magni Þór Óskarsson
Meðstjórnandi: Jón Már Jónsson
Meðstjórnandi: Heiðar Andri Gunnarsson

Varastjórn: Felix Rafn Felixson
Varastjórn: Friðjón Árni Sigurvinsson

Aðrar fréttir