Rokkhátíðin á nýrri dagsetningu!

Rokkhátíðin fræga, sem slegið hefur eftirminnilega í gegn, hefur verið færð á nýja dagsetningu. Hátíðin fer fram laugardagskvöldið 2. nóvember 2019.

Sem fyrr fer Rokkhátíðin fer fram í félagsheimilinu Árskógi og verður dagskráin nánar auglýst síðar.

Við hvetjum vinnustaði, vinahópa og saumaklúbba til að taka daginn frá!

Rokkstjóri hátíðarinnar verður Jóhann Már Kristinsson í samvinnu við Þorvald Eyfjörð Kristjánsson (Valda í Byltingu)!

Þeir lofa brjáluðu stuði og frábærri skemmtun.

Rokkhátíðin er unnin í samstarfi við Kalda og Whales Hauganesi.