Sæplast styrkir vallarframkvæmdir

Dalvíska fyrirtækið Sæplast ehf. ákvað á dögunum að styrkja framkvæmdina við nýjan gervigrasvöll á Dalvík með myndarlegum hætti.

Sæplast leggur til framkvæmdarinnar efni og vörur sem er hluti af þeirra framleiðsluvörum, t.d. brunnar og annað slíkt.
Allt þetta eru vörur sem nauðsynlega þurfti í völlinn.

Þetta er rausnalegur styrkur og okkur ómetanlegt að hafa sterk fyrirtæki í heimabyggð sem standa við bakið á framkvæmd sem þessari.

Vallarframkvæmdir ganga vel. Verið er að steypa upp aðstöðuhúsið sem staðsett er á milli varamannaskýla. Galvaskir sjálfboðaliðar voru mættir í vinnu á laugardagsmorgun við að græja uppsteypu og verður önnur vinnutörn í kvöld, mánudagskvöldið 6. maí kl 18:00.

Á Facebooksíðu félagsins munu koma inn færslur þar sem óskað verður eftir sjálfboðaliðum í vallarframkvæmdir. Við hvetjum fólk til að vera á tánum og fylgjast með!
Öll hjálp er vel þegin.